Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meirihlutinn héldi velli
Þriðjudagur 19. apríl 2005 kl. 16:54

Meirihlutinn héldi velli

Sitjandi meirihluti héldi velli í Reykjanesbæ ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt könnun sem gerð var hér á vf.is. Í könnuninni var spurt hvort svarendur styddu sitjandi meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Alls voru 1528 atkvæði greidd.

Mjótt var á munum en 51% svarenda styður við sitjandi meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar en 49% svöruðu spurningunni neitandi. Nú er komin ný könnun hér á vef Víkurfrétta þar sem spurt er hvort svarendur styðji við bakið á sitjandi meirihluta í bæjarstjórn Grindavíkurbæjar.

VF-mynd/ Oddgeir Karlsson: bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024