Laugardagur 27. maí 2006 kl. 23:28
Meirihlutinn fallinn í Vogum
Meirihluti H-lista í Vogum er fallinn, eftir 16 ára stjórnarsetu. Talningu atkvæða er lokið en E-listinn fékk 326 atkvæði móti 239 atkvæðum H-listans. Að þessu sinni var kosið um 7 bæjarfulltrúa í stað 5 áður og fær hinn nýji meirihluti fjóra þeirra á móti þremur.