Meirihlutinn fallinn í Sandgerði
Lokatölur í Sandgerði leiða í ljós að meirihlutinn þar er fallinn. Samfylkingin í Sandgerði vann stórsigur með 43,9% atkvæða og náði inn fjórum fulltrúum. H-listinn fékk einn fulltrúa, D-listinn einn og Framsókn einn og vantaði aðeins þrjú atkvæði til að ná næsta manni inn.
Atkvæði féllu þannig:
S-listi: 400 atkvæði (43,9%)
H-listi: 120 atkvæði (13,2%)
D-listi: 193 atkvæði (21,2%)
B-listi: 198 atkvæði (21,7%)
Á kjörskrá voru 1086, greidd atkvæði voru 936. Talin atkvæði 911.
Fulltrúar:
1. S - Ólafur Þór Ólafsson
2. S - Sigursveinn Bjarni Jónsson
3. B - Guðmundur Skúlason
4. D - Sigurður Valur Ásbjarnarson
5. S - Guðrún Arthúrsdóttir
6. H - Magnús Sigfús Magnússon
7. S - Þjóðbjörg Gunnarsdóttir
Næstir inn:
8. B - Ester Grétarsdóttir: 1.5% | 3
9. D - Hólmfríður Skarphéðinsdóttir: 4.2% | 8
10. S - Sigríður Ágústa Jónsdóttir: 50.3% | 201
11. S - Helgi Haraldsson: 80.3% | 321
12. B - Eyjólfur Ólafsson: 52.0% | 103
13. D - Tyrfingur Andrésson: 56.0% | 108