Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meirihlutinn er fallinn
Sunnudagur 1. júní 2014 kl. 02:40

Meirihlutinn er fallinn

Lokatölur í Reykjanesbæ

Lokatölur úr Reykjanesbæ liggja nú fyrir. Ljóst er að meirihluti Sjálfstæðismanna er fallinn en flokkurinn náði inn fjórum mönnum, miðað við sjö í síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 36,5% atkvæða í kosningunum eða 2550 atkvæði. Þrjú framboð náðu tveimur mönnum inn. Samfylkingin sem fékk næst flest atkvæði eða 1453, sem gerir 20,8%. Bein Leið sem hlaut 16,9% atkvæða sem gera 1178 atkvæði. Frjálst afl hlaut svo 1067 atkvæði eða 15,3%. Framsókn náði inn einum manni en flokkurinn hlaut 8% atkvæða, eða 562. Píratar náðu ekki inn manni.

Alls greiddu 7.181 atkvæði, en á kjörskrá voru 10.404. Kjörsókn var því 69%.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar

  1.     Árni Sigfússon (D)
  2.     Friðjón Einarsson (S)
  3.     Magnea Guðmundsdóttir (D)
  4.     Guðbrandur Einarsson (Y)
  5.     Gunnar Þórarinsson (Á)
  6.     Böðvar Jónsson (D)
  7.     Guðný Birna Guðmundsóttir (S)
  8.     Baldur Guðmundsson (D)
  9.     Anna Lóa Ólafsdóttir (Y)
  10.     Kristinn Jakobsson (B)
  11.     Elín Rós Bjarnadóttir (Á)