Meirihlutinn er fallinn
Lokatölur í Reykjanesbæ
Lokatölur úr Reykjanesbæ liggja nú fyrir. Ljóst er að meirihluti Sjálfstæðismanna er fallinn en flokkurinn náði inn fjórum mönnum, miðað við sjö í síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 36,5% atkvæða í kosningunum eða 2550 atkvæði. Þrjú framboð náðu tveimur mönnum inn. Samfylkingin sem fékk næst flest atkvæði eða 1453, sem gerir 20,8%. Bein Leið sem hlaut 16,9% atkvæða sem gera 1178 atkvæði. Frjálst afl hlaut svo 1067 atkvæði eða 15,3%. Framsókn náði inn einum manni en flokkurinn hlaut 8% atkvæða, eða 562. Píratar náðu ekki inn manni.
Alls greiddu 7.181 atkvæði, en á kjörskrá voru 10.404. Kjörsókn var því 69%.
Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar
- Árni Sigfússon (D)
- Friðjón Einarsson (S)
- Magnea Guðmundsdóttir (D)
- Guðbrandur Einarsson (Y)
- Gunnar Þórarinsson (Á)
- Böðvar Jónsson (D)
- Guðný Birna Guðmundsóttir (S)
- Baldur Guðmundsson (D)
- Anna Lóa Ólafsdóttir (Y)
- Kristinn Jakobsson (B)
- Elín Rós Bjarnadóttir (Á)