Meirihluti vildi ekki að óháður aðili tæki út Fasteignar samning
Miklar umræður urðu á bæjarstjórnarfundi í Sandgerði í gær en þá var tillaga minnihlutans um að óháður og sérfróður yrði fenginn til að gera úttekt á samningum sveitarfélagsins við Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. felld með atkvæðum meirihlutans.
Samningur félaganna er um sölu og endurleigu eigna. Bærinn getur nýtt sér ákvæði í samningi um að kaupa eignir nú í ár en samningurinn er frá árinu 2004.
Eftir miklar umræður og bókanir á báða bóga varð sátt um tillögu meirihlutans um að leigusamningur Sandgerðisbæjar og Fasteignar verði teknir til allsherjar endurskoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.
Vitað er að á nokkrum stöðum þar sem framkvæmdir á vegum Fasteignar ehf. standa yfir séu komin upp vandkvæði með fjármögnun hjá fyrirtækjum sem þær vinna.