Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meirihluti verslunarmanna virðir lögbundnar takmarkanir á sölu tóbaks
Fimmtudagur 20. maí 2010 kl. 14:01

Meirihluti verslunarmanna virðir lögbundnar takmarkanir á sölu tóbaks


Fyrir skemmstu fór fram könnun á vegum SamSuð (Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) um það hvort ungmenni yngri en 18 ára gætu keypt tóbak hjá söluaðilum tóbaks á Suðurnesjum.  Könnunin var framkvæmd undir eftirliti starfsmanna félagsmiðstöðvanna á svæðinu.
 
Könnunin fór þannig fram að 15 til 16 ára ungmenni fóru inn á sölustaði og freistuðu þess að fá keypt tóbak. Ef það fékkst keypt fór starfsmaður á vegum SamSuð í verslunina og fékk tóbakið endurgreitt og gerði söluaðilum grein fyrir því að um könnun hafi verið að ræða.
 
Könnunin náði til 31 söluaðila og var niðurstaðan sú að 61,3 % sölustaða seldu ungmennunum ekki tóbak, samanborið við 79 % fyrir ári síðan.
 
Samkvæmt lögum um tóbaksvarnir má hvorki selja né afhenda einstaklingum yngri en 18 ára tóbak.  Einnig er rétt að vekja athygli á því að samkvæmt sömu lögum mega þeir einir sem orðnir eru 18 ára mega selja tóbak.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024