Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meirihluti Reykvíkinga vill flugvöllinn burt
Miðvikudagur 30. nóvember 2005 kl. 11:06

Meirihluti Reykvíkinga vill flugvöllinn burt

Innan við helmingur Reykvíkinga, eða 48%, vill hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri, en 23 % vilja flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. Af þeim sem vilja flugvöllinn burt finnst 55% að miðstöð innanlandsflugs ætti að vera í Keflavík.

Þetta kemur fram í könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Frjálslynda flokkinn í Reykjavík, en Frjálslyndir héldu opinn fund um innanlandsflugið í Norræna húsinu í gær.

Könnunin var gerð á tímabilinu 28. september til 31. október síðastliðinn. Úrtakið var 1200 manns á aldrinum 16 - 75 ára. 682 svöruðu könnuninni, 270 höfnuðu þáttöku og ekki náðist í 248 manns. 58,6 prósent úrtaksins svöruðu því í könnuninni.

Eysteinn Jónsson, einn forvígismanna samtaka um að flytja innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar, sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hefði í sjálfu sér lítið að segja um könnunina. „Markmið okkar í samtökunum er ekki að krefjast þess að völlurinn sé fluttur burt, heldur að stuðla að því að Keflavík verði skoðað sem fyrsti valmöguleiki ef flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni.“

Fulltrúar samtakanna munu funda með samgönguráðherra á næstu dögum varðandi málið, en þeir leggja mikla áherslu á að eiga gott samstarf við stjórnvöld.

Næst á dagskrá hjá samtökunum er að vinna sérfræðilega úttekt á málinu. Þeir telja að þar sem að ljóst er að íslensk stjórnvöld munu þurfa að taka að sér stóraukinn kostnað vegna reksturs Keflavíkurflugvallar á næstu árum mæli allt með því að innanlandsflugið sé flutt suður með sjó.

Niðurstöður könnunarinnar og greining

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024