Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meirihluti fyrirtækja áforma að halda áfram rekstri í Grindavík
Frá Grindavík. Þarna má m.a. sjá Vélsmiðju Grindavíkur en þar hefur vaktin verið staðin síðustu vikur, þrátt fyrir erfitt ástand í bænum.
Föstudagur 8. mars 2024 kl. 18:30

Meirihluti fyrirtækja áforma að halda áfram rekstri í Grindavík

Í nýjum niðurstöðum viðhorskönnunar Maskínu kemur fram að mörg fyrirtæki í Grindavík telja sig geta starfað áfram í bænum.  Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar en bærinn fékk Maskínu til að vinna könnun á meðal fyrirtækja um áhrif náttúruhamfaranna á starfsemi þeirra. Spurt var m.a. um umfang reksturs fyrir og eftir náttúruhamfarinar 10. nóvember og hver séu áform um áframhaldandi rekstur.

Í ítarlegri könnun kemur margt áhugavert fram. Á meðal þess er:

•    Ríflega þriðjungur fyrirtækja hefur engan rekstur í dag. Innan við 20% eru með fullan rekstur.

•    Meirihluti fyrirtækja áforma að halda áfram rekstri í Grindavík.

•    Fyrirtæki í ferðaþjónustu koma  verst út, 75% þeirra eru með engan rekstur.

•    Eftir því sem fyrirtæki eru stærri því líklegra er að þau haldi umfangi starfsemi sinnar nálægt því sem fyrir var.

•    Þegar spurt er um ástæður þess að rekstur fyrirtækis sé skertur eða liggi niðri svara flestir að það sé vegna aðgangslokana (66,7%) og svo jafn margir að það sé vegna bilaðra innviða (40,9%) og verkefnaskorts (40,9%).

•    Um helmingur fyrirtækja hefur notfært sér stuðning Vinnumálastofnunar til greiðslu laun.

•    Innan við 15% gera ráð fyrir að breytingar verði á eignarhaldi fyrirtækja sinna.

•    Helmingur fyrirtækja telja sig geta verið með rekstur í Grindavík þrátt fyrir að náttúruhamförum sé ekki lokið.

•    Tæp 60% geta haldið áfram starfsemi þó íbúar séu ekki með búsetu í bænum.

Skýrsla Maskínu um útkomu könnunarinnar er hér í hlekk.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024