Meirihlutasamstarf D og H í sameinuðu sveitarfélagi?
Allt bendir til meirihlutasamstarfs D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra og L-lista Lista fólksins í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. D-listinn fékk þrjá menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum sl. laugardag og L-listi tvo menn.
Ólafur Þór Ólafsson, oddviti J-lista Jákvæðs samfélags, greinir frá því að allt bendi til þess að J-listinn verði í minnihluta á komandi kjörtímabili.
„Um þriðjungur kjósenda í Sandgerði og Garði setti traust sitt á J-listann og fyrir það er ég þakklátur og mun gera mitt besta til að standa undir þeirri ábyrgð sem mér er falin. Við fundum að fólk vill að jákvæðni, ábyrgð og gegnsæi ráði för í stjórn hins nýja bæjarfélags og að því munum við vinna. Eins og mál hafa þróast þessa klukkustundir sem liðnar eru frá kosningum virðist því miður sem að okkar hlutverk verði að vera leiðandi afl í minnihluta bæjarstjórnar. Það er vissulega ekki það sem við ætluðum okkur, en verði það niðurstaðan munum við að sjálfsögðu takast á við það verkefni af festu,“ segir Ólafur Þór í færslu á Facebook.
Oddvitar allra framboða í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. F.v: Magnús S. Magnússon, Einar Jón Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson og Daði Bergþórsson.