Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meiri væta
Fimmtudagur 24. september 2009 kl. 08:13

Meiri væta


Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið: Suðvestan 8-13 m/s og skúrir, hægari og úrkomulítið eftir hádegi. Suðaustan 8-13 og talsverð rigning í nótt, en vestlægari og skúrir á morgun. Hiti 5 til 10 stig.?

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Vestlæg átt, yfirleitt 5-10 m/s og skúrir, en hvassari suðlæg átt og talsverð rigning í nótt og fyrramálið. Hiti 5 til 10 stig.?

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Hvöss vestan- og suðvestanátt í fyrstu með rigningu eða skúrum, en dregur síðan úr vindi og léttir til A-lands. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast á A-landi.

Á laugardag:?
Suðvestan strekkingur og skúrir eða slydduél, en þurrt að mestu og bjart veður NA- og A-lands. Heldur kólnandi veður. ??

Á sunnudag:?
Vestlæg átt og stöku skúrir eða él, en léttskýjað SA- og A-lands. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast suðaustantil. Víða næturfrost til landsins. ??

Á mánudag:?
Austanátt og rigning eða slydda sunnantil á landinu, annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið. ??Á þriðjudag og miðvikudag:?Útlit fyrir norðanátt með éljum N- og A-lands. Fremur kalt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024