Meiri þorskur - minni heildarafli í ágúst
Heildarafli Suðurnesjaflotans í ágúst nam 2,675 tonnun í ágúst samanborið við 3,269 tonn í sama mánuði síðasta árs. Þorsaflinn jókst úr 509 tonnun í 845 tonn.
Mun meira af þorski barst á land í Grindavík í ágúst síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra, eða 588 tonn á móti 196 tonnum. Ýsuaflinn minnkaði hins vegar úr 229 tonnum í 189 tonn. Þá minnkaði afli í öðrum tegundum s.s. karfa, löngu og keilu.