Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meiri rigning
Föstudagur 16. október 2009 kl. 08:14

Meiri rigning


Veðurspá næsta sólarhringinn fyrir Faxaflóasvæðið: Sunnan 10-18 og rigning eða súld af og til með morgninum, en hægari vestlæg átt og samfeld rigning undir kvöld.
Úrkomuminna síðdegis á morgun. Hiti 5 til 10 stig, en 2 til 7 á morgun.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Sunnan 5-10 og skýjað, en 10-15 og rigning með köflum undir hádegi. Vestan 5-8 í kvöld, en úrkomumeira. Þurrt að kalla seint á morgun. Hiti 5 til 9 stig, en 2 til 7 á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Vestlæg átt, 3-8 m/s og víða skúrir eða dálítil rigning, síðst norðanlands. Hiti 2 til 8 stig.

Á sunnudag:
Norðlæg átt, 5-10 og él norðantil síðdegis, en annars vestlæg átt, 3-8 slydda eða rigning með köflum. Úrkomulítið suðaustanlands. Hiti 0 til 7 stig.

Á mánudag:
Austlæg átt og stöku él norðan- og austantil, en annars rigning eða slydda af og til. Hiti 0 til 4 stig, en vægt frost til landsins.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt með fremur úrkomusömu veðri, einkum suðaustan- og austanlands. Hiti breytist lítið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024