Meiri hreyfing á kviku undir Fagradalsfjalli
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, segir atburðarás næturinnar hafa verið mjög hraða í samtali við RÚV. Skjálftahrinuna megi líklega tengjast kvikuganginum sem hefur verið að myndast undir Fagradalsfjalli. Þótt ekki séu enn sjáanleg merki um gosóróa, þá séu skjálftar næturinnar „til marks um einhverjar hreyfingar, þannig að það er líklega einhver opnun í gangi þarna og meiri hreyfingar á þessari kviku,“ er haft eftir Kristínu á vef RÚV.
Á vef mbl.is er vitnað til tilkynningar frá Veðurstofunni þar sem segir að rétt eftir miðnætti, eða um klukkan 00.22, hófst órói sem stóð yfir í um 20 mínútur.