Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meiri heildarafli vegna loðnu
Þriðjudagur 18. september 2007 kl. 10:07

Meiri heildarafli vegna loðnu

Heildarafli á Suðurnesjum í janúar til ágúst jókst nokkuð á milli ára, fór í 94,336 tonn á þessu ári úr 65,112 tonnum frá fyrra ári. Afli í hefðbundnum tegundum er nokkuð svipaður á milli ára en mest munar um loðnuaflann sem var 38,336 tonn á vetrarvertíðinni í ár en ekki nema 12,800 tonn í fyrra.

Heildarafli í Grindavík eykst nokkuð á milli ári á umræddu tímabili, fer úr 38,386 tonnum í 54,107 tonn. Munar þar mest um loðnuaflann.

Í Sandgerði er heildaraflinn svipaður á milli ára og er 15,664 í ár. Heildaraflinn í Keflavík fer úr rúmum 11,300 tonnum í 27,564 tonn og eins í Grindavík munar þar mest um loðnuna.
Þetta kemur fram í hagtölum frá Hagstofu Íslands.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024