Meiri fræðslu um kynfræðslu og samkynhneigð
Ungmennaráð Reykjanesbæjar óskaði á fundi sínum 29. maí eftir meiri forvarnarfræðslu og að hún verði samræmd milli skóla. Ráðið óskar sérstaklega eftir kynfræðslu og fræðslu um samkynhneigð.
Formaður fræðsluráðs gerði grein fyrir málinu. Nauðsynlegt að hlusta á ungmennin, tryggja kennslu í grunnskólum og taka málefnið til umræðu í skólunum.
Kallað verði eftir upplýsingum um hvernig staðið er að kynfræðslu í grunnskólum og í framhaldi af því lögð fram tillaga að samræmingu kennslu í kynfræðslu í grunnskólum. Gert verði ráð fyrir námskeiði fyrir kennara á endurmenntunardögum í ágúst.