Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meiri bókalestur í kreppunni
Miðvikudagur 27. janúar 2010 kl. 08:44

Meiri bókalestur í kreppunni


Útlánaaukning á Bókasafni Reykjanesbæjar varð 6% milli áranna 2008 og 2009. Á sama tíma fjölgaði gestum og gangandi úr 300 í 321 á dag þrátt fyrir að þjónustutími hafi verið skertur úr 300 dögum í 281.

Árið 2009 voru að meðaltali 9,2 gögn lánuð til hvers íbúa í Reykjanesbæ en 8,7 árið 2008. Í árslok 2009 áttu 3597 lánþegar gild bókasafnskort en voru 3165 í árslok 2008.
--

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Ungir gestir bóksafnsins hlýða á upplestur.