Meira salt?
Það hefur verið nóg að gera hjá bílstjórunum á snjóplógunum síðustu daga. Mikið hefur snjóað á Suðurnesjum og því þarf bæði að moka og salta. Bílstjórarnir þurfa líka að nærast og í gær mátti sjá fjóra saltbíla utan við veitingastað KFC í Reykjanesbæ eins og sjá má á þessum myndum ljósmyndara Víkurfrétta.