Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meira en helmingur vill aukinn hámarkshraða á Reykjanesbraut
Mánudagur 25. júní 2007 kl. 11:52

Meira en helmingur vill aukinn hámarkshraða á Reykjanesbraut

Samkvæmt könnun sem hefur verið í gangi hér á vf.is síðustu daga vill stór meirihluti kjósenda í könnuninni sjá aukinn hámarkshraða á Reykjanesbraut. Eins og flestum er kunnugt er hámarkshraðinn á Reykjanesbraut 90km/kslt. Í spurningunni var hægt að velja um þrjá möguleika, 90 km, 100 km eða 110 km.

 

Aðeins 14% svarenda í könnuninni vildu áframhaldandin 90 km hámarkshraða en 36% svarenda vildu auka hámarkshraðann upp í 100 km/klst. Helmingur svarenda vildi sjá hámarkshraðann á Reykjanesbraut færðan upp í 110km/klst en alls tóku 740 manns þátt í könnuninni.

 

Komin er ný spurning hér inn á vf.is og að þessu sinni er spurt: Hefur þú heimsótt Varnarsvæðið eftir brotthvarf Varnarliðsins?

 

VF-mynd/ Frá Reykjanesbraut

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024