Meira en helmingur nefndi heilbrigðismál
Næst er spurt út í sameiningu Garðs og Sandgerðis
Rúmlega helmingur sagði heilbrigðismál vega hæst í ákvörðun þeirra á kjördag í vefkönnun Víkurfrétta, eða 54%. Skattamál voru næst á eftir með 27%.
Nú spyrjum við út í sameiningu nágrannaveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis en kosning um málið fer fram 11. nóv. nk. Endilega takið þátt, vefkönnunin er á vf.is.