Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meintur fíkniefnasali handtekinn
Þriðjudagur 26. maí 2020 kl. 16:07

Meintur fíkniefnasali handtekinn

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld meintan fíkniefnasala, sem jafnframt var grunaður um fíkniefnaakstur. Við leit í bifreið hans, að fenginni heimild, fundust 20 grömm af kókaíni í notendapakkningum og vog, auk hárrar peningaupphæðar. Maðurinn gat ekki sannað að hann væri með gild ökuréttindi.

Þá hafa þrír verið staðnir að því að hafa kannabisefni í vörslum sínum á síðustu dögum. Einn þeirra var með kannabis í fötu og tveimur hitabrúsum í bifreið sinni.

Afskipti voru svo höfð af fjórum ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna og var einn þeirra án ökuréttinda

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024