Meintur fíkniefnasali handtekinn
Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af karlmanni sem staddur var á veitingastað í umdæminu vegna gruns um að hann væri að selja fíkniefni. Í fórum hans fannst poki með meintum fíkniefnum. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.