Sunnudagur 26. maí 2002 kl. 16:57
Meintur árásarmaður gefur sig fram í Keflavík

Lögreglan handtók í nótt karlmann í tengslum við alvarlega líkamsárás sem varð í miðborg Reykjavíkur snemma í gærmorgun. Maðurinn verður yfirheyrður í dag. Samkvæmt fréttum Bylgjunnar í dag mun maðurinn hafa gefið sig fram á lögreglustöðinni í Keflavík.Lögregla getur ekki sagt að svo stöddu hver tengsl hans eru við málið, að því er fram kemur á fréttavef Morgunblaðsins. Líðan mannsins, sleginn var niður, er óbreytt. Hann er enn talinn í lífshættur og er í öndunarvél. Árásin var tilkynnt til lögreglu rétt fyrir klukkan sex í gærmorgun. Þegar lögreglan kom á vettvang lá maðurinn í götunni og hafði verið sleginn niður. Var hann fluttur á slysadeild. Vitni voru að atburðinum. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort árásarmaðurinn er Suðurnesjamaður.