Megna skítalykt leggur yfir Reykjanesbæ
Megna skítalykt leggur yfir byggðina í Keflavík og Njarðvík. Virðist lyktin koma frá hænsna- eða svínaskít. Hafa íbúar á stóru svæði í bæjarfélaginu verið í sambandi við blaðið og spurst fyrir um það hvaðan lyktin komi.
Víkurfréttir settu sig í samband við lögregluna, sem ætlaði að kanna málið, en svokallað skarn hefur verið notað til uppgræðslu með góðum árangri. Lyktin af því er hins vegar ekki jafn góð og árangurinn. Ekki hefur blaðið þó upplýsingar um hvaðan lyktin kemur en nýjustu fréttir benda til þess að sami óþefur sé að finnast í Höfnum á Reykjanesi.
Víkurfréttir settu sig í samband við lögregluna, sem ætlaði að kanna málið, en svokallað skarn hefur verið notað til uppgræðslu með góðum árangri. Lyktin af því er hins vegar ekki jafn góð og árangurinn. Ekki hefur blaðið þó upplýsingar um hvaðan lyktin kemur en nýjustu fréttir benda til þess að sami óþefur sé að finnast í Höfnum á Reykjanesi.