Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meðvitundarlaus utan vegar
Sunnudagur 10. ágúst 2003 kl. 11:09

Meðvitundarlaus utan vegar

Um kl. 22 sl. þriðjudagskvöld var tilkynnt um umferðarslys á Njarðarbraut við Seylubraut í Njarðvík.  Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, hafði misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti utan vegar.  Ökumaðurinn var meðvitundarlaus þegar að var komið og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun til aðhlynningar.Hann komst fljótt til meðvitundar. Eftir skoðun á HSS var hann fluttur á Landsspítlann í Fossvogi til frekari skoðunar.  Hann fékk að fara heim að skoðun lokinni.  Varðandi tildrög óhappsins þá er það til rannsóknar.  Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.

Myndin: Frá slysstað í síðustu viku. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024