Meðvitundarlaus eftir fall niður stiga á skemmtistað í Keflavík
Slys var á H-punktinum í nótt er maður féll niður tröppur og lenti með höfuðið á flísum í andyrum staðarins á fyrstu hæð. Við fallið missti maðurinn meðvitund og fékk stóran skurð á höfuðið. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Þaðan var hann fluttur á Landsspítala Háskólasjúkrahús til frekari skoðunar. Ekki er vitað um tildrög slyssins en málið er í rannsókn.
Þá veittis ölvaður maður að lögreglumönnum er þeir sinntu hinum slasaða á H-punkintum. Maðurinn, sem var mjög ölvaður og æstur, var handtekinn og færður í fangahús og bíður yfirheyrslu þegar runnið hefur af honum.
Mynd: Frá Hafnargötu í Keflavík, þar sem skemmtistaðurinn H-punkturinn stendur. Ljósm.: elg