Meðvitundarlaus á Traffic
Slagsmál brutust út á skemmtistaðnum Traffic í nótt og var maður sem var meðvitundarlaus eftir slagsmálin fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Reyndist maðurinn nefbrotinn en hann fékk að fara heim að skoðun lokinni. Sá sem sló manninn var handtekinn og færður á lögreglustöð en sleppt nokkru síðar. Mennirnir voru báðir ölvaðir að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.