Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meðlimur norsku konungsfjölskyldunnar snæðir á Café Iðnó
Þriðjudagur 16. júlí 2002 kl. 10:36

Meðlimur norsku konungsfjölskyldunnar snæðir á Café Iðnó

Alexander Ferner, sonur Astridar prinsessu af Noregi, snæddi kvöldverð á Café Iðnó í gærkveldi. Hann er hér á Íslandi í fríi ásamt vinafólki sínu og voru þau nýkomin úr ferð um hálendi landsins. Ákváðu þau að gista eina nótt á Hótel-Keflavík áður en haldið var af landi brott en að þeirra sögn hefur fríið á Íslandi verið meiriháttar. Aðspurð hvernig maturinn hefði smakkast sögðu þau að hann hefði verið mjög góður og lofuðu þau kokkinn á Iðnó.

Móðir Alexanders, Astrid Ferner, er systir Haraldar Noregskonungs og er Alexander því systursonur Haraldar. Alexander er þó ekki titlaður sem prins þar sem börn konungsins eru þau einu sem fá þann titil.

Myndin: Alexander Ferner og vinir hans ásamt Jóhannesi Dungal, kokki á Café Iðnó (Alexander er í bláu skyrtunni og vestinu). VF-mynd: SævarS
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024