Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Fréttir

Meðalhraðamyndavélar prófaðar á Grindavíkurvegi
Myndavélarnar eru voldugar og búnaðurinn er einnig vaktaður með eftirlitsmyndavélum. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 1. júlí 2019 kl. 02:39

Meðalhraðamyndavélar prófaðar á Grindavíkurvegi

Meðalhraðamyndavélar eru nýr búnaður í umferðareftirliti sem nú er til prófunar á Grindavíkurvegi. Beðið er eftir því að ríkislögreglustjóri heimili að búnaðurinn verði tekinn í notkun. Þangað til er unnið að prófunum.

Myndavélarnar, sem staðsettar eru á kaflanum frá gatnamótum Grindavíkurvega að Bláa lóninu og að þéttbýlinu í Grindavík, taka myndir af allri umferð á þessum vegarkafla. Út frá myndum af bílnúmerum er síðan reiknaður meðalhraði bifreiða á milli myndavélanna. Þeir ökumenn sem eru of fljótir á kaflanum munu, þegar gefið hefur verið formlegt leyfi fyrir búnaðinum, fá sekt fyrir hraðakstur.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Myndavélarnar eru voldugar og búnaðurinn er einnig vaktaður með eftirlitsmyndavélum eins og sjá má.