Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Með yfir hundrað ketti á heimilinu
Hér má sjá tvo þeirra katta sem bjargað var úr slæmum aðstæðum á Suðurnesjum. Þeir dvelja nú í kattaathvarfi á meðan unnið er að því að finna framtíðarheimili.
Miðvikudagur 13. júlí 2016 kl. 06:05

Með yfir hundrað ketti á heimilinu

Íbúi á Suðurnesjum var með yfir hundrað ketti á heimili sínu og nokkra hunda síðasta vor við slæmar aðstæður. Um helmingur kattanna hefur verið fjarlægður af heimilinu og er verið að finna þeim framtíðarheimili. Frá þessu var greint á mbl.is.

Eigandi kattanna hafði samband við félagið Villiketti í lok mars og bað um hjálp við að losna við kettina. Sjálfboðaliðar fóru á staðinn og tóku yfir helming kattanna, sem að sögn stjórnarkonu í félaginu bjuggu við slæmar aðstæður og voru fressin ógeld. Margir kattanna voru veikir og fóru þeir allir til dýralæknis. Haft er eftir stjórnarmanni Villikatta á mbl.is að kettirnir hafi verið vannærðir og að fjarlægja hafi þurft annað augað úr tveimur læðum vegna sýkingar. Þá var einum lógað en sá hafði verið með langvarandi lungnabólgu. Málið var strax tilkynnt til Matvælastofnunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Enn eru um fimmtíu kettir á heimilinu og samkvæmt frétt RÚV hefur eigandinn frest frá Matvælastofnun út þessa viku til að gera ráðstafanir varðandi framtíð þeirra.

Björgunaraðgerðirnar hafa verið kostnaðarsamar fyrir félagið Villiketti sem rekið er fyrir árgjöld félagsmanna og reiðir sig á sjálfboðastarf. Hægt er að leggja félaginu lið við björgunaraðgerðirnar. Reikningsnúmer félagsins er 0111-26-73030 og kennitala 710314-1790.