Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með viðhald á vellinum!
Þriðjudagur 8. september 2009 kl. 14:13

Með viðhald á vellinum!

Málarar nota haustblíðuna til að sinna viðhaldi fasteigna á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fasteignir sem áður tilheyrðu Varnarliðinu en eru nú í umsjón Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO, eru nú að fá nauðsynlegt viðhald fyrir veturinn. Þannig er verið að mála glugga og þakkanta á nokkrum byggingum í 600-hverfinu. Einnig er verið að laga stigahús nokkurra bygginga.

Meðfylgjandi myndir voru teknar nú áðan við byggingu 605 þar sem menn voru með bláan lit í penslum.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024