Með vélarvana bát til Sandgerðis
Von er á björgunarbátnum Hannesi Þ. Hafstein frá Sandgerði til hafnar um kl. 14 í dag með vélarvana færeyskan bát sem sóttur var 100 mílur V-S-V af Reykjanesi. Hannes fór í björgunarleiðangurinn um miðjan dag í gær.Um kl. 10 í morgun áttu skipin 17 mílur til lands og var ganghraðinn 7 mílur á klukkustund.