Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með varðskipi frá Keflavík til Vestfjarða
Föstudagur 10. september 2010 kl. 23:21

Með varðskipi frá Keflavík til Vestfjarða

Byggðasafni Vestfjarða hefur borist góð gjöf, 11 tonna rækjubátur sem ber heitir Magnús KE 46. Báturinn hét áður Gunnar Sigurðsson ÍS og var þá í eigu Jóns Rafns Oddssonar á Ísafirði, sem stundaði á honum rækjuveiðar til ársins 1999. Magnús KE 46 var smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði árið 1974. Báturinn hefur farið víða frá því hann fór frá Ísafirði, m.a. til Drangsness, Ólafsvíkur og Keflavíkur, þar sem hann var síðast. Síðustu eigendur bátsins, Eling B. Ingimundarson og Þórarinn Ingi Ingason, notuðu bátinn í skemmtisiglingar um nokkurra ára skeið. 

„Þetta hefur verið algjört happaskip“ sagði Björn Baldursson safnvörður, sem sagði einnig að skipið hafi aldrei lent í vandræðum. Báturinn er í mjög góðu ástandi og hefur verið sjófær seinustu ár. Að sögn Björns þarf aðeins að gera smávægilegar lagfæringar á bátnum svo hann sé sjófær. Báturinn verður ekki notaður til að veiða rækju því hans framtíðarverkefni verður að sigla með ferðamenn og halda áfram sínu starfi sem skemmtibátur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Varðskipið Týr var fengið til að flytja bátinn frá Keflavík.

Mynd: Björn Baldursson, Jón Rafn Oddsson og Jón Sigurpálsson voru viðstaddir er báturinn kom til Ísafjarðar. Ljósmynd: www.bb.is