Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Með umtalsvert kannabis í bakpokanum
Þriðjudagur 19. febrúar 2013 kl. 09:04

Með umtalsvert kannabis í bakpokanum

Einn fjögurra ökumanna, sem lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina vegna fíkniefnaaksturs, reyndist geyma kannabisefni í herbergi sem hann leigir í umdæminu, þegar húsleit var gerð þar. Þá fundu lögreglumenn tóbaksblandað kannabis á eldhúsborði í húsnæðinu.
Húsráðandi sá sem leigir ökumanninum var á ferli í stigagangi húsnæðisins þegar lögreglumenn bar að garði. Hann reyndist vera með smáræði af kannabis í vasa sínum og svo 70 grömm af sama efni í bakpoka sem hann var með á sér.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024