Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með tréflís til Helguvíkur
Atlantic Pioneer í höfninni í Helguvík í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 4. apríl 2017 kl. 09:49

Með tréflís til Helguvíkur

Nú er verið að landa fullfermi af tréflís í Helguvík. Flutningaskipið Atlatic Pioneer liggur nú í höfninni og er tréflísinni skipað upp á bryggjuna þaðan sem henni er mokað á bíla. Þaðan er flísin svo flutt að verksmiðju United Silicon.
 
Mikil örtröð verður í Helguvíkurhöfn í þessari viku. Sementsskip er að koma til hafnarinnar og verður það að bíða þar til tréflísarskipið er farið. Strax í kjölfar sementsskipsins er svo þriðja skipið væntanlegt. Þá eru þrjár skipakomur þegar bókaðar í næstu viku.
 
Fyrstu þrjá mánuði ársins voru 19 flutningaskip í Helguvík en meðaltal síðustu fimm ára eru 10 skip á þessu tímabili. Skipakomum hafa því tvöfaldast.
 
Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að nú væri mikil þörf fyrir aukið viðlegupláss í Helguvík. Þar vanti a.m.k. 100 metra viðlegupláss strax.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024