Með þrjá fíkniefnapoka innan klæða
Lögreglan á Suðurnesjum handtók erlendan karlmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nýverið eftir að tollverðir höfðu fundið fíkniefni í fórum hans. Efnunum hafði maðurinn komið fyrir innan klæða og haldlagði lögregla þau. Um var að ræða þrjá poka með kannabisefnum, amfetamíni og metamfetamíni. Maðurinn var færður til skýrslutöku á lögreglustöð.
Þá haldlagði lögregla slatta af kannabiste sem tollgæsla fann hjá ferðamanni við komuna til landsins.