Með tæpt kíló af amfetamíni í Leifsstöð
Karlmaður í gæsluvarðhaldi eftir að hann var stöðvaður við komuna til landsins með mikið magn af amfetamíni
Karlmaður á þrítugsaldri hefur að undanförnu setið í gæsluvarðhaldi eftir að hann var stöðvaður við komuna til landsins með mikið magn af amfetamíni. Maðurinn, sem er pólskur og hefur verið búsettur hér, var að koma frá Varsjá þegar tollgæslan stöðvaði hann við hefðbundið eftirlit í Leifsstöð. Hann reyndist vera með tæpt kíló af amfetamíni, sem hann hafði að hluta til innvortis og að hluta í tveimur sjampóbrúsum. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið og er rannsókn vel á veg komin.