Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með „soul“ í auga 2017
Föstudagur 2. júní 2017 kl. 13:08

Með „soul“ í auga 2017

Soul tónlist allra tíma verður viðfangsefni tónleikaraðarinnar „Með blik í auga“ þetta árið sem haldnir verða að venju í Andrews Theatre á Ljósanótt.

„Sálartónlist er allt í kringum okkur og margir af vinsælustu tónlistarmönnum samtímans voru mjög virkir í soulinu,“ segir Kristján Jóhannsson, en hann, Guðbrandur Einarsson og Arnór Vilbergsson hafa verið í fararbroddi bliksins ásamt einvala liði tónlistarmanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Stevie Wonder, Aretha Franklin, Otis á Redding og Van Morrisson eru meðal þeirra listamanna sem eiga lög í dagskránni núna. Þetta er bara yndisleg tónlist, stuð, tregi og urrandi ástarjátningar,“ bætir Kristján við.

„Það er heldur ekkert smá lið söngvara og hljóðfæraleikara með okkur þetta árið. Jóhanna Guðrún, Stefanía Svavars, Jón Jónsson, Eyþór Ingi og Helgi Björns flytja lögin og við lofum góðri sálartónlist.“

Sýnt verður í Andrews, en frumsýning verður 30. ágúst og tvær sýningar 3. september.