Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 18. október 2001 kl. 10:07

Með sjómennskuna í blóðinu

Hinn venjulegi trillukarl er í hugum margra veðurbarinn eftir margra ára sjómennsku, stæltur eftir átakavinnu á sjó síðustu 30 árin. Þessi lýsing á við flesta trillusjómenn á Íslandi en þó eru margir sem skera sig úr. Félagarnir Ævar Smári Jóhannsson og Andrés á Unnu KE 34 skera sig úr. Þrátt fyrir 10 ára reynslu á sjó eru þeir einungis 24 ára og reka í sameiningu Útgerðarfélag Keflavíkur. Síðasta sumar stóðu þeir í ströngu við að stækka bátinn Unnu en þeir keyptu hann í janúar á þessu ári. „Veiðin í vor gekk mjög vel en í sumar byrjuðum við á því að stækka bátinn“, segir Ævar. Báturinn var 9,9 metrar að lengd fyrir breytingar en er nú 11,17 metrar og hefur mun betri sjóhæfni nú. Fyrstu róður Unnu eftir breytingar var sl. laugardag og átti hjátrúin sinn þátt í því, laugardagur til lukku. Fyrstu veiðiferðir Unnu eru ekki eins og þeir félagar hefðu kosið en samt sem áður eru þeir bjartsýnir á framhaldið. „Þetta er bara byrjunin hjá okkur. Útgerðarfélag Keflavíkur er stórt nafn og við stefnum á það að verða stærst útgerðarfélag í Keflavíkur í framtíðinni“, segir Ævar og Andrés tekur undir, hlæjandi. „Gömlu“ trillukarlarnir hafa tekið vel í þetta framtak og hafa aðstoðað þá mikið og hafa þeir fengið viðurnefnið „strákarnir mínir“ hjá gamalreyndum sjóhundum. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað þetta er í rauninni fín vinna“, segja þeir félagar og eru þess fullvissir að tölvuvinna á ekki við þá. Breytingarnar tóku mikinn tíma en strákarnir eru sáttir við bátinn eins og hann er í dag og eru vongóðir um að komast á sjó sem fyrst aftur. Enda eru þeir með sjómennskuna í blóðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024