Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með sitthvort slagið af amfetamíni
Laugardagur 26. nóvember 2005 kl. 13:21

Með sitthvort slagið af amfetamíni

Fimm aðilar voru handteknir í tveimur fíkniefnamálum. Voru fjórir handteknir í húsi í Keflavík og voru tveir þeirra með sitthvort slagið af amfetamíni.

Húsleit var gerð með aðtoð leitarhunds og fundust 4 grömm af meintu amfetamíni í ísskáp. Játaði einn af hinum handteknu að eiga það. Þeim var öllum sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Í hinu málinu var einn aðili handtekinn og við leit í bifreið hans fannst bútur af meintu hassi. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024