Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með sement og flugvélaeldsneyti í Helguvík
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 16. september 2023 kl. 06:31

Með sement og flugvélaeldsneyti í Helguvík

Sænska sementsflutningaskipið Sunnanvik og eldsneytisflutningaskipið Al Yamamah frá Kúveit voru í Helguvík í vikunni að losa sína farma. Al Yamamah er 49.000 tonna eldsneytisflutningaskip og 183 metra langt sem er hingað komið með flugvélaeldsneyti fyrir þotur sem fara um Keflavíkurflugvöll.

Flugumferðin um Keflavík þarf um eitt svona skip á mánuði. Sementsfarmurinn er hins vegar fyrir Aalborg Portland í Helguvík en það fyrirtæki fær að jafnaði um tvo sementsfarma í mánuði. Myndina tók Hilmar Bragi með flygildi í hádeginu á þriðjudaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024