Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með rafstuðbyssu og amfetamín
Laugardagur 15. febrúar 2014 kl. 12:56

Með rafstuðbyssu og amfetamín

Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni eftir að lögreglumenn höfðu fundið rafmagnsstuðbyssu, amfetamín og tól og tæki í bifreið hans, sem grunur leikur á að hafi verið notuð til pökkunar á fíkniefnum í söluumbúðir. Einnig fannst amfetamín í glerkrukku í bílnum.  Að auki var maðurinn með allháa fjárhæð á sér.

Þegar lögregla ræddi við manninn um ferðalag hans sagði hann ítrekað ósatt. Við líkamsleit, sem hann heimiliaði á lögreglustöð, fundu lögreglumenn tvö rör, sem notuð eru til að sjúga upp fíkniefni og voru efnaleifar í þeim. Einnig box með leifum af fíkniefnum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024