Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með nær kíló af kóki í skónum
Laugardagur 8. september 2018 kl. 12:20

Með nær kíló af kóki í skónum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft til rannsóknar mál erlends karlmanns sem stöðvaður var af tollgæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Hann reyndist vera með á níunda hundrað grömm af kókaíni sem hann hafði falið í skóm sínum.  Maðurinn sem kom til landsins 26. ágúst síðastliðinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Tvö fíkniefnamál til viðbótar hafa komið upp í flugstöðinni á undanförnum dögum. Í báðum tilvikum var um að ræða erlenda karlmenn sem reyndu að smygla kannabisefnum til landsins en voru stöðvaðir í tolli. Annar var með 45 grömm af kannabis sem hann hafði eins og fyrstnefndi maðurinn falið í skóm sínum. Hinn var með tæp tólf grömm af efninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024