Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með metamfetamín í nærbuxum
Laugardagur 1. júní 2013 kl. 15:20

Með metamfetamín í nærbuxum

Farþegi í bíl ökumanns, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði við umferðareftirlit í vikunni, framvísaði á lögreglustöðinni í Keflavík fíkniefnum, sem hann hafði falið í nærbuxum og endaþarmi. Um var að ræða metamfetamín, að því er hann tjáði lögreglunni á Suðurnesjum og magnið var um fimmtán grömm.
Upphaf máls var það, að þegar lögregla stöðvaði ökumanninn reyndist hann sviptur ökuréttindum með dómi og var að auki eftirlýstur vegna afplánunar vararefsingar.

Farþeginn var með handtökuskipun á sér frá héraðsdómi Reykjaness, sem lögreglu hafði borist fyrr um daginn. Það voru því höfð snar handtök og hann vistaður í fangaklefa þar til hann var færður fyrir héraðsdóm. Efnunum framvísaði hann þegar gerð var öryggisleit á honum á lögreglustöðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024