Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Með loftbyssu og skotfæri í Leifsstöð
Föstudagur 25. maí 2012 kl. 11:26

Með loftbyssu og skotfæri í Leifsstöð

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglunni á Suðurnesjum var í fyrradag gert viðvart um að karlmaður væri með loftbyssu og skotfæri í fórum sínum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Höfðu munirnir komið fram við skimun öryggisgæslu á farangri mannsins. Eigandinn, erlendur ferðamaður, kvaðst hafa komið með skipi frá Noregi og vera á leiðinni til Grænlands með flugi.

Honum var gerð grein fyrir að óleyfilegt væri að ferðast með muni af þessu tagi og lagði lögregla síðan hald á loftbyssuna, tvo kassa af loftþrýstihylkjum og fjögur box af skotfærum.