Með kókaín, sveðju og hnífa
Þrír voru handteknir við húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í húsnæði í umdæminu um helgina, að fenginni heimild. Þar fundu lögreglumenn þrjá poka af meintu kókaíni, sveðju og þrjá hnífa. Húsráðandi játaði eign sína á efnum og vopnum afsalaði sér þeim til lögreglu.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri nafnlausum upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri á Facebook - síðu lögreglunnar á Suðurnesjum: https://www.facebook.com/lss.abending/