Með kókaín í endaþarmi
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur upplýst sitt stærsta kókaínmál á árinu með því að leggja hald á allt að 400 grömm af kókaíni sem tveir Íslendingar ætluðu að smygla til landsins síðdegis á föstudag. Götuvirði fíkniefnanna er allt að 15 milljónir króna.
Málið kom upp þegar flugfarþegar frá Kaupmannahöfn voru í tollskoðun í Leifsstöð, en þá vaknaði grunur tollgæslunnar um að mennirnir tveir væru með fíkniefni í fórum sínum. Kallað var eftir aðstoð lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli sem tók málið til rannsóknar í samstarfi við lögregluna í Reykjavík, segir í frétt Morgunblaðsins.
Mennirnir voru teknir til frekari skoðunar og við röntgenskoðun kom í ljós að þeir voru með smokka með kókaíni uppi í endaþarmi. Voru mennirnir settir í gæslu uns efnin skiluðu sér niður af þeim og liggur fyrir játning um að fíkniefnin hafi átt að fara í söludreifingu hérlendis.
Að loknum yfirheyrslum var mönnunum sleppt og bíður mál þeirra frekari meðferðar hjá ákæruvaldi. Þeir eru 23 og 29 ára og hafa komið við sögu lögreglu áður, þar af annar vegna fíkniefnamála. Þetta er stærsti kókaínfundur tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli á árinu og jafnframt mesta magn sem fundist hefur innvortis hjá smyglurum í Leifsstöð. Hingað til hafa ekki fundist meira en 160 grömm af kókaíni í einu sem smyglarar ætluðu að koma inn í landið á þennan hátt, segir ennfremur á vef Morgunblaðsins.
Málið kom upp þegar flugfarþegar frá Kaupmannahöfn voru í tollskoðun í Leifsstöð, en þá vaknaði grunur tollgæslunnar um að mennirnir tveir væru með fíkniefni í fórum sínum. Kallað var eftir aðstoð lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli sem tók málið til rannsóknar í samstarfi við lögregluna í Reykjavík, segir í frétt Morgunblaðsins.
Mennirnir voru teknir til frekari skoðunar og við röntgenskoðun kom í ljós að þeir voru með smokka með kókaíni uppi í endaþarmi. Voru mennirnir settir í gæslu uns efnin skiluðu sér niður af þeim og liggur fyrir játning um að fíkniefnin hafi átt að fara í söludreifingu hérlendis.
Að loknum yfirheyrslum var mönnunum sleppt og bíður mál þeirra frekari meðferðar hjá ákæruvaldi. Þeir eru 23 og 29 ára og hafa komið við sögu lögreglu áður, þar af annar vegna fíkniefnamála. Þetta er stærsti kókaínfundur tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli á árinu og jafnframt mesta magn sem fundist hefur innvortis hjá smyglurum í Leifsstöð. Hingað til hafa ekki fundist meira en 160 grömm af kókaíni í einu sem smyglarar ætluðu að koma inn í landið á þennan hátt, segir ennfremur á vef Morgunblaðsins.