Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 14. mars 2001 kl. 19:01

Með kjaftfullan bát til Sandgerðis

Strákarnir á Óla Gísla GK gerðu það gott á steinbítsmiðum við Garðskaga í dag. Þeir komu í land í kvöld með um sjö tonn af fallegum steinbít.Smábátarnir eru margir á steinbítsveiðum þessa dagana og beita loðnu. „Við bíðum nú eftir verkfalli hjá þeim stóru og förum þá í þorskinn sem mun hækka mikið í verði,“ sagði einn af körlunum á kajanum við blaðamann VF.
Steinbíturinn er að fara á um 75 kr. kílóið í dag, þannig að sjö tonn af þessum tannbrúða hála fiski eru að gefa vel í aðra hönd.

Á minni myndinni er Óli Gísla að koma í land í kvöld en á þeirri stærri er verið að byrja löndun úr bátnum sem er yfirfullur af fiski.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024