Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með kannabispakkningar
Mánudagur 3. desember 2012 kl. 11:24

Með kannabispakkningar

Lögreglan á Suðurnesjum handtók karlmann á þrítugsaldri, sem reyndist vera með nokkrar pakkningar sem innihéldu kannabis í vasanum.  Maðurinn var farþegi í bifreið sem lögregla hafði stöðvað við hefðbundið eftirlit. Ökumaður bifreiðarinnar og farþegi voru báðir handteknir og færðir á lögreglustöð, þar sem kannabispakkningarnar fundust á þeim síðarnefnda. Ökumanninum var sleppt að lokinni leit í bifreið hans og hinum manninum  einnig eftir að skýrsla hafði verið tekin af honum.

Þá var annar ökumaður undir tvítugu handtekinn um helgina, grunaður um fíkniefnaakstur. Hann neitaði sök, en játaði svo brot sitt eftir að leifar af fíkniefnum og neysluáhald fundust í bifreið hans. Loks var ökumaður handtekinn vegna ölvunaraksturs. Hann var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024