Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Með kannabisefni í skúffunni
Þriðjudagur 14. maí 2013 kl. 09:14

Með kannabisefni í skúffunni

Lögreglan á Suðurnesjum fann um helgina kannabisefni, þegar farið var í húsleit í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Húsráðandi, karlmaður á fimmtugsaldri, framvísaði efninu sem hann hafði komið fyrir í skúffu á neðri hæð hússins. Fíkniefnaleitarhundur embættisins leitaði síðan í húsnæðinu en ekkert annað saknæmt fannst við þá leit.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
 

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25