Með kannabisefni í skúffunni
Lögreglan á Suðurnesjum fann um helgina kannabisefni, þegar farið var í húsleit í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Húsráðandi, karlmaður á fimmtugsaldri, framvísaði efninu sem hann hafði komið fyrir í skúffu á neðri hæð hússins. Fíkniefnaleitarhundur embættisins leitaði síðan í húsnæðinu en ekkert annað saknæmt fannst við þá leit.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.