Með kannabis í hanskahólfinu
Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo ökumenn í fyrradag, sem báðir óku sviptir ökuréttindum og voru að auki grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Annar ökumaðurinn, karlmaður á fertugsaldri hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Lögregla leitaði í bifreið hans, með aðstoð fíkniefnahunds embættisins, og fannst kannabisefni í hanskahólfi bílsins. Hinn ökumaðurinn, karlmaður um tvítugt, heimilaði leit í bifreið sinni. Þar fundust bensínbrúsar, slöngur og trekt í farangursgeymslu.